066 - Amsterdans

KISS Army Iceland Podcast

09-08-2022 • 2時間 27分

Fyrsti þáttur eftir gott sumarfrí er mættur! Þátturinn fór í vettvangsferð á dögunum til Amsterdam. Um var að ræða lokatónleika okkar manna í Evrópu sem fram fóru í Ziggo Dome á sjálfan afmælisdag forsetans, 21.júlí 2022. Ekki er hægt að segja að þáttastjórnendum hafi leiðst mikið í þeirri för, svo mikið er víst. KISS stóðu klárlega undir væntingum og sýndu þar viðstöddum svo sannarlega hvernig stóru strákarnir gera þetta. StarPower tók samviskusamlega upp alla tónleikana fyrir þáttinn, Atli missti röddina og forsetinn kom út með marbletti. Hér förum við yfir þessa frægðarför okkar og kryfjum til mergjar það sem þar fór fram. Hver var heimsmeistarinn? Skiluðu Eric og Tommy sínu vel? Hélt röddin hans Paul?


KISS á „The End Of The Road“ í ZIGGO DOME, Amsterdam í þessum annars ágæta þætti bara, að við höldum.


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.